Sveitarfélög á Suðurlandi krefjast þess að starfrækt verði heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands eins og var fram til ársins 2016.
„Ungmenni af stóru svæði sem þessi sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hröðum höndum við að koma upp heimavist við skólann,“ segir í áskorun til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.
Heimavist verði opnuð að nýju
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
