Hilmar Árni sá til þess að KR-liðið hans Lúkasar Kostic á enn metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 15:30 Luka Kostic, til hægri, þegar hann þjálfaði hjá KSÍ. Mynd/E. Stefán KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira