Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:45 Kínverska flugfélagið Tianjin Airlines vinnur nú í því að hefja áætlunarflug til Íslands. Epa/ROMAN PILIPEY Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group. Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group.
Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34