Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:45 Kínverska flugfélagið Tianjin Airlines vinnur nú í því að hefja áætlunarflug til Íslands. Epa/ROMAN PILIPEY Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group. Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group.
Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34