„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 12:23 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30