Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 13:51 Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. Samsett mynd Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“ Bretland Brexit Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“
Bretland Brexit Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira