Ástralir færðir fyrir fréttafólk í hlekkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 23:08 Áströlsku mennirnir tveir reyna að skýla andlitum sínum fyrir myndavélunum. skjáskot Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“ Ástralía Indónesía Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“
Ástralía Indónesía Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira