Froskar í suðupotti! Elliði Vignisson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Elliði Vignisson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun