Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Sighvatur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 18:45 Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. Tölur sýna að það er minna byggt á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Áberandi er að framkvæmdir hafa farið hægar af stað úti á landi eftir bankahrunið 2008. Íbúðalánasjóður hefur skoðað þetta nánar í tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum. Félags- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í dag tólf tillögur til úrbóta. „Það er farið að aftra atvinnuuppbyggingu víða á landsbyggðinni þar sem er næga atvinnu að hafa. Það vantar fólk til vinnu en það er ekki húsnæði til að hýsa það fólk sem vill flytja á svæðið og vill vinna þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Minna hefur verið byggt á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár.Vísir/HafsteinnMeðal hugmynda er að bregðast við skorti á leiguhúsnæði á landsbyggðinni. Ráðherra vill tryggja íbúum landsins aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum, óháð búsetu. „Hugmyndin á bak við þennan nýja lánaflokk er að hann sé hugsaður til þess að geta gripið inn í og geta veitt fólki á landsbyggðinni sem vill byggja möguleika á því með lánveitingum í gegnum Íbúðalánasjóð og á hagstæðari vöxtum en eru í dag,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Húsnæðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. Tölur sýna að það er minna byggt á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Áberandi er að framkvæmdir hafa farið hægar af stað úti á landi eftir bankahrunið 2008. Íbúðalánasjóður hefur skoðað þetta nánar í tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum. Félags- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í dag tólf tillögur til úrbóta. „Það er farið að aftra atvinnuuppbyggingu víða á landsbyggðinni þar sem er næga atvinnu að hafa. Það vantar fólk til vinnu en það er ekki húsnæði til að hýsa það fólk sem vill flytja á svæðið og vill vinna þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Minna hefur verið byggt á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár.Vísir/HafsteinnMeðal hugmynda er að bregðast við skorti á leiguhúsnæði á landsbyggðinni. Ráðherra vill tryggja íbúum landsins aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum, óháð búsetu. „Hugmyndin á bak við þennan nýja lánaflokk er að hann sé hugsaður til þess að geta gripið inn í og geta veitt fólki á landsbyggðinni sem vill byggja möguleika á því með lánveitingum í gegnum Íbúðalánasjóð og á hagstæðari vöxtum en eru í dag,“ segir Ásmundur Einar Daðason.
Húsnæðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira