Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2019 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Þetta sagði Mueller sjálfur þegar hann kom fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins í gær. Ekki var ákveðið að ákæra Trump fyrir nokkurn glæp vegna rannsóknarinnar. Er það vegna reglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki skuli ákæra forseta Bandaríkjanna. Er Jerry Nadler, Demókrati og formaður nefndarinnar, spurði Mueller hvort hægt væri að ákæra Trump eftir að hann lætur af embætti sagði Mueller svo vera. Trump svaraði fyrir sig á Twitter. „Þannig að Demókratar mega, ólöglega, skálda upp glæp og gera mjög saklausum forseta upp sakir og þegar hann svarar fyrir sig gegn þessari ólöglegu árás á ríkið er hann sakaður um að hindra framgang réttvísinnar? Rangt!“ tísti Trump. Hann hélt áfram og gagnrýndi að Mueller hafi ekki sérstaklega rannsakað Hillary Clinton, keppinaut Trumps árið 2016, James Comey, fyrrverandi alríkislögreglustjóra, Mueller sjálfan og fleiri aðila. „Hvers vegna rannsakaði Robert Mueller ekki hvernig og hvers vegna hin spillta Hillary Clinton eyddi 33.000 tölvupóstum EFTIR að bandaríska þingið STEFNDI henni? Hún hlýtur að vera með FRÁBÆRA lögmenn!“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Þetta sagði Mueller sjálfur þegar hann kom fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins í gær. Ekki var ákveðið að ákæra Trump fyrir nokkurn glæp vegna rannsóknarinnar. Er það vegna reglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki skuli ákæra forseta Bandaríkjanna. Er Jerry Nadler, Demókrati og formaður nefndarinnar, spurði Mueller hvort hægt væri að ákæra Trump eftir að hann lætur af embætti sagði Mueller svo vera. Trump svaraði fyrir sig á Twitter. „Þannig að Demókratar mega, ólöglega, skálda upp glæp og gera mjög saklausum forseta upp sakir og þegar hann svarar fyrir sig gegn þessari ólöglegu árás á ríkið er hann sakaður um að hindra framgang réttvísinnar? Rangt!“ tísti Trump. Hann hélt áfram og gagnrýndi að Mueller hafi ekki sérstaklega rannsakað Hillary Clinton, keppinaut Trumps árið 2016, James Comey, fyrrverandi alríkislögreglustjóra, Mueller sjálfan og fleiri aðila. „Hvers vegna rannsakaði Robert Mueller ekki hvernig og hvers vegna hin spillta Hillary Clinton eyddi 33.000 tölvupóstum EFTIR að bandaríska þingið STEFNDI henni? Hún hlýtur að vera með FRÁBÆRA lögmenn!“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28
Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56