27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2019 20:00 Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira