Grótta og Þór gerðu 1-1 jafntefli í toppslag í Inkasso-deildinni er liðin mættust á Seltjarnanesi í kvöld.
Arnar Þór Helgason kom Gróttu yfir á 33. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og heimamenn leiddu með einu marki í leikhlé.
Þeir voru hins vegar bara með tíu leikmenn inn á vellinum frá 43. mínútu eftir að markaskorarinn, Arnar Þór, fékk beint rautt spjald eftir hamagang.
Rick Ten Voorde jafnaði metin á 49. mínútu eftir skelfileg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í marki Gróttu. Lokatölur 1-1 jafntefli.
Þór er áfram í öðru sætinu með 27 stig en stigi neðar er Grótta með 26 stig.
