Hvalreki Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun