Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 12:00 Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir fólk slegið yfir flugslysinu í gær og tíðum flugslysum undanfarið. Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst. Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst.
Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00
Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08
Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52