Jóhannes Karl: Alltof auðvelt að dæma víti fyrir stóru liðin Guðlaugur Valgeirsson skrifar 28. júlí 2019 21:44 Jóhannes Karl lætur jafnan vel í sér heyra. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00