Óboðleg vinnubrögð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. júlí 2019 07:30 Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun