Skólastjóri var rekinn eftir ummæli um helförina Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 11:36 Skólastjórinn sagði ekki alla vera sammála um helförina. Vísir/Getty William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum. Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum.
Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð