Seltirningar eru komnir með 20 stig og þegar búnir að jafna stigamet félagsins í B-deild. Grótta fékk einnig 20 stig sumarið 2011 en það dugði liðinu ekki til að halda sér uppi.
Allar líkur eru á því að þetta tímabil verði sögulegt hjá Gróttu. Liðið slær stigamet sitt í B-deild nema það tapi síðustu tólf leikjunum sínum.
Besti árangur Gróttu er 10. sætið í næstefstu deild 2010. Þá nægðu 18 stig til að sér uppi.
Tímabilið 2010 var það fyrsta hjá Gróttu í B-deild og það eina þar sem liðið hefur ekki farið beint aftur niður í C-deildina. Síðustu ár hafa Seltirningar flakkað á milli B- og C-deildar.
Eins og fyrr sagði hefur Grótta unnið fjóra leiki í röð. Liðið er einnig ósigrað í síðustu sex leikjum sínum og hefur ekki tapað síðan gegn Leikni R., 2-3, 24. maí.
Árangur Gróttu í B-deild:
2010 - 10. sæti (18 stig)
2011 - 11. sæti (20 stig)
2015 - 11. sæti (15 stig)
2017 - 12. sæti (9 stig)
2019 - ?
