Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:45 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, er einn stofnenda Málfrelsissjóðsins. Fréttablaðið/pjetur Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni. Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni.
Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05
Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57