Verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins eru af glæsilegri gerðinni og koma frá Selected, Sjoppunni, Moroccanoil og Icelandair. Verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins er í boði Adidas.
Þeir leikmenn sem koma til greina eru Elín Metta Jensen og Dóra María Lárusdóttir hjá Val og Natasha Anasi hjá Keflavík.
Valur situr á toppi Pepsi Max deildar kvenna og hefur enn ekki tapað leik. Þær eru búnar að skora 33 mörk og þarf af á Elín Metta níu ásamt því að leggja upp fjöldan allan af mörkum.
Keflavík átti frábæran júnímánuð, vann KR 4-0 og Stjörnuna 5-0, og fór Natasha fyrir liði Keflavíkur.
Fallegustu mörk mánaðarins áttu Sophie Graff fyrir Keflavík gegn KR, Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrir KR gegn Þór/KA á Akureyri og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrir Breiðablik í toppslagnum við Val.
Það má sjá öll þessi þrjú mörk sem koma til greina í myndbandinu hér fyrir neðan.
Mörk júnímánaðar