Erlendum ferðamönnum fækkað um 19,2 prósent eftir gjaldþrot WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:52 Ferðamenn við Jökulsárlón fyrr í sumar en lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. vísir/Vilhelm 105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira