Erlendum ferðamönnum fækkað um 19,2 prósent eftir gjaldþrot WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:52 Ferðamenn við Jökulsárlón fyrr í sumar en lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. vísir/Vilhelm 105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira