Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 13:00 vísir/vilhelm Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30