Reyndi að stinga mann með stórum eldhúshníf en fékk að kenna á hafnaboltakylfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:25 Maðurinn er undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira