Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 19:06 Vincent Tan. Vísir/Getty Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira