Talsmaður Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí, segir flugfélagið ekki hyggja á beint flug til Íslands. Hann hafnar þar með frétt Viðskiptamoggans frá því í síðustu viku, þar sem sagt var frá því að Emirates væri að þreifa fyrir sér hér á landi.
Í frétt Viðskiptamoggans var greint frá því að Emirates hefði sent fulltrúa sína til Íslands til að kanna möguleika á því að bæta Íslandi inn í leiðakerfi sitt.
Talsmaður Emirates segir í viðtali við Arabian Business að félagið sé vissulega alltaf að leita leiða til að styrkja leiðakerfið. „Samt sem áður hefur Emirates engar fyrirætlanir um að hefja flug til Íslands.“
Fréttastofa sendi tvær fyrirspurnir til Emirates vegna fréttar ViðskiptaMoggans í síðustu viku og leitaði eftir upplýsingum um fyrirhugaðar flugferðir hingað til lands. Engin svör bárust þó frá flugfélaginu.
Leiðakerfi Emirates er stórt. Félagið flýgur til 138 áfangastaða í Evrópu, Asíu, Afríku, Ástralíu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Á meðal áfangastaða eru Osló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Þá er Dúbaí-flugvöllur, heimahöfn Emirates, einn stærsti flugvöllur í heimi með tæplega 90 milljónir farþega á ári hverju.
Emirates segist ekki á leiðinni til Íslands
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent


Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent