Óeðlilegt að velta raforkuskorti á almenning Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 19:45 Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30
Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00