Knattspyrnumaður sem var vitni í morðmáli Oscar Pistorius skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:30 Marc Batchelor. Getty/Duif du Toit Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019 Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Sjá meira
Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019
Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Sjá meira