Eurovision verður haldið í Rotterdam eða Maastricht Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2019 17:36 Maastricht (t.v.) og Rotterdam (t.h.) berjast um að fá að halda Eurovision keppnina að ári. getty/geography photos/Eurovision Í síðustu viku kynntu fimm hollenskar borgir kosti sína fyrir hollenska ríkisútvarpinu, NPO, til að halda Eurovision sem haldin verður þar í landi næsta vor. Nefnd NPO, í samráði við tækni sérfræðinga og Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur ákveðið að skoða ekki frekar tillögur borganna Arnhem, Hertogenbosch og Utrecht. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að sterkustu kandídatarnir til að halda keppnina væru Rotterdam og Maastricht, þar sem til staðar er rétt aðstaða fyrir keppnina í báðum borgum, bæði fyrir aðal viðburðinn, sjálfa keppnina, en líka fyrir Eurovision þorpið, EuroClub og Opnunar hátíðina. Auk þess er fjöldi hótel herbergja í borginni fullnægjandi enda er hátíðin vel sótt á hverju ári og þurfa gestir hátíðarinnar samastað.Ekki skemmir fyrir að borgirnar eru báðar tilbúnar til að veita keppninni háa fjárstyrki til skipulagningar. „Allar borgirnar og tónleikastaðirnir hafa lagt mikla vinnu í kynningarnar sínar. Allar kynningarnar vöktu aðdáun okkar og við viljum þakka öllum sem hafa komið að verkefninu hingað til fyrir jákvæð áhrif þeirra og seiglu. Við erum handviss um að Maastricht og Rotterdam hafi upp á allt það að bjóða sem umsjónarborg þarf að búa yfir,“ sagði Sietse Bakker, aðalframleiðandi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2020. Á næstu vikum munu skipuleggjendur hátíðarinnar fara til borganna tveggja sem koma til greina sem umsjónarborg til að meta tónleikastaðina sem hafa verið tilnefndir og aðra staði sem þarf til keppninnar. Til stendur að tilkynnt verði hvaða borg verði fyrir valinu sem umsjónarborg Eurovision 2020 um miðjan ágúst. Eurovision Holland Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira
Í síðustu viku kynntu fimm hollenskar borgir kosti sína fyrir hollenska ríkisútvarpinu, NPO, til að halda Eurovision sem haldin verður þar í landi næsta vor. Nefnd NPO, í samráði við tækni sérfræðinga og Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur ákveðið að skoða ekki frekar tillögur borganna Arnhem, Hertogenbosch og Utrecht. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að sterkustu kandídatarnir til að halda keppnina væru Rotterdam og Maastricht, þar sem til staðar er rétt aðstaða fyrir keppnina í báðum borgum, bæði fyrir aðal viðburðinn, sjálfa keppnina, en líka fyrir Eurovision þorpið, EuroClub og Opnunar hátíðina. Auk þess er fjöldi hótel herbergja í borginni fullnægjandi enda er hátíðin vel sótt á hverju ári og þurfa gestir hátíðarinnar samastað.Ekki skemmir fyrir að borgirnar eru báðar tilbúnar til að veita keppninni háa fjárstyrki til skipulagningar. „Allar borgirnar og tónleikastaðirnir hafa lagt mikla vinnu í kynningarnar sínar. Allar kynningarnar vöktu aðdáun okkar og við viljum þakka öllum sem hafa komið að verkefninu hingað til fyrir jákvæð áhrif þeirra og seiglu. Við erum handviss um að Maastricht og Rotterdam hafi upp á allt það að bjóða sem umsjónarborg þarf að búa yfir,“ sagði Sietse Bakker, aðalframleiðandi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2020. Á næstu vikum munu skipuleggjendur hátíðarinnar fara til borganna tveggja sem koma til greina sem umsjónarborg til að meta tónleikastaðina sem hafa verið tilnefndir og aðra staði sem þarf til keppninnar. Til stendur að tilkynnt verði hvaða borg verði fyrir valinu sem umsjónarborg Eurovision 2020 um miðjan ágúst.
Eurovision Holland Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira