Ósýnilega ógnin Davíð Þorláksson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Filippseyjar Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun