Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma áminnti Steinar Berg Sævarsson, dómari leiksins, Sveindísi fyrir að tefja.
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, hvatti Sveindísi til að flýta sér að taka innkast svo hans konur gætu bætt þriðja markinu við. Sveindís fór út að hliðarlínu og þurrkaði af boltanum eins og hún hafði gert allan leikinn en fékk gult spjald fyrir að tefja, henni og öðrum Keflvíkingum til mikillar undrunar.
„Þetta er glórulaust,“ sagði Mist Rúnarsdóttir í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær.
„Hann hafði tækifæri fyrr í leiknum til að aðvara þær hinum megin. Þær tóku sér meiri tíma í þetta hægra megin á vellinum. Þetta er glórulaust, hún er dauðþreytt, að flýta sér og þetta er uppbótartími,“ bætti Mist við.
Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.