Bjart er yfir Bjargi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. júlí 2019 08:30 Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi. Þar með hófst bylting í húsnæðismálum sem vonandi sér ekki fyrir endann á. Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði. Nægir þar að nefna að á sínum tíma var verkamannahúsnæðiskerfið lagt niður. Auk þess má nefna leigufélagið Klett sem leigði út eignir Íbúðalánasjóðs á félagslegum grunni, til fólks á viðráðanlegu verði og til langs tíma. Leigufélagið Klettur tryggði þúsundum fjölskyldna húsnæðisöryggi um tíma en einn lélegasti félagsmálaráðherra sem verið hefur seldi leigufélagið til leigufélags í eigu Gamma. Þetta leiddi til þess að gildistímar leigusamninga voru styttir og leigan hækkaði um tugi prósenta á milli ára! Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stofnað með félagslegri hugsun sem virkjar stéttarfélögin til að leita húsnæðislausna fyrir sína félagsmenn. Bjarg er með stórtæk áform á prjónunum um að reisa fjölbýlishús í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Selfossi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði með allt að 1.000 íbúðum á næstu þrem árum! Bjarg var stofnað til að mæta mikilli þörf á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar töldu markaðinn eiga að leysa með GAMMA væðingu á félagslegum leigufélögum. Bjarg hefur leitað til allra sveitarfélaga um samstarf og vekur það undrun að stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur og Mosfellsbær hafa ekki fagnað boði Bjargs um samstarf og úthlutað Bjargi lóðir til uppbyggingar. Það er ánægjulegt að ASÍ og BSRB hafi staðið að stofnun Bjargs og þannig stuðlað að stórfelldri félagslegri húsnæðisuppbyggingu fyrir félagsmenn sína til að tryggja þeim öruggt húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu verði. Það er ný nálgun í húsnæðismálum á Íslandi.Höfundur er heilsuhagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi. Þar með hófst bylting í húsnæðismálum sem vonandi sér ekki fyrir endann á. Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði. Nægir þar að nefna að á sínum tíma var verkamannahúsnæðiskerfið lagt niður. Auk þess má nefna leigufélagið Klett sem leigði út eignir Íbúðalánasjóðs á félagslegum grunni, til fólks á viðráðanlegu verði og til langs tíma. Leigufélagið Klettur tryggði þúsundum fjölskyldna húsnæðisöryggi um tíma en einn lélegasti félagsmálaráðherra sem verið hefur seldi leigufélagið til leigufélags í eigu Gamma. Þetta leiddi til þess að gildistímar leigusamninga voru styttir og leigan hækkaði um tugi prósenta á milli ára! Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stofnað með félagslegri hugsun sem virkjar stéttarfélögin til að leita húsnæðislausna fyrir sína félagsmenn. Bjarg er með stórtæk áform á prjónunum um að reisa fjölbýlishús í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Selfossi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði með allt að 1.000 íbúðum á næstu þrem árum! Bjarg var stofnað til að mæta mikilli þörf á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar töldu markaðinn eiga að leysa með GAMMA væðingu á félagslegum leigufélögum. Bjarg hefur leitað til allra sveitarfélaga um samstarf og vekur það undrun að stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur og Mosfellsbær hafa ekki fagnað boði Bjargs um samstarf og úthlutað Bjargi lóðir til uppbyggingar. Það er ánægjulegt að ASÍ og BSRB hafi staðið að stofnun Bjargs og þannig stuðlað að stórfelldri félagslegri húsnæðisuppbyggingu fyrir félagsmenn sína til að tryggja þeim öruggt húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu verði. Það er ný nálgun í húsnæðismálum á Íslandi.Höfundur er heilsuhagfræðingur
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun