Innlent

Hraðamælingar á Hringbraut: Á einni klukkustund óku 92 ökumenn af 322 of hratt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst.
Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að ekki hafi ekki allir áttað sig á lækkuðum hámarkshraða á Hringbraut en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að lækka hámarkshraða meðal annars á Hringbraut niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Lögreglustjórinn staðfesti lækkunina 6. apríl síðastliðinn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga verið við hraðamælingar á Hringbraut, vegkaflanum á milli Sæmundargötu og Ánanausta. Lögreglan stóðu vaktina eftir hádegi í gær en á einni klukkustund óku 92 ökumenn af 322 of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist 70 km/klst.

Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku í byrjun árs. Íbúar í Vesturbænum létu í ljós áhyggjur sínar í kjölfarið og kröfðust umbóta.


Tengdar fréttir

Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×