Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 „Ég ætla að reyna að vera sem mest á staðnum þessar tvær vikur sem sýningin er í gangi og það eru bara allir velkomnir hvenær sem er og ég vonast til þess að hitta sem flesta,“ segir Elli Egils, spenntur fyrir að sýna nýju verkin sem aðeins konan hans og nokkrir vinir hafa séð hingað til. Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. „Við hjónin búum í Los Angeles og erum búin að vera þar síðastliðin fimm ár og ég er bara kominn til Íslands til þess að sýna, fara í veiði og slaka smá á,“ segir myndlistarmaðurinn Elli Egilsson sem opnar í dag sýningu á nýjum landslagsmálverkum í NORR11 við Hverfisgötu. „Ég kem í mesta lagi tvisvar á ári til Íslands og þá er bara um að gera að nota tækifærið til þess að sýna og hafa gaman.“ Elli og athafna- og leikkonan María Birta búa í Hollywood þar sem þau una hag sínum vel og ögra sjálfum sér með því að fara í ýmsar áttir út fyrir þægindarammana. Sýninguna kallar hann Hugarfar sem er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem ákveðna hugarfarsbreytingu þurfti til þess að smætta landslagið niður á mun minni striga en hann er vanur að vinna með.Hugarfarsbreyting „Ég skoraði bara sjálfan mig á hólm og hef aldrei farið niður í það sem ég er að gera núna þegar flest verkin eru 60x90 sentimetrar. Maður svitnaði nú svolítið við þetta vegna þess að þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Þú þarft að breyta strokunum, handahreyfingunum, penslunum og magninu af olíunni.Vinna á minni striga kallaði á hugarfarsbreytingu. Fréttablaðið/Anton BrinkÚr stiganum í stólinn Fyrir utan þægindin sem fylgja því að geta sveiflað höndunum og gert stórar strokur eins og ég er vanur að gera. Nú þurfti ég að vera lítill og setjast niður til þess að mála í stað þess að hoppa upp og niður í stigunum.“ Elli bendir einnig á að verklagið og sköpunarferlið stjórnist nánast alfarið af stærð strigans. Þannig taki það hann tvo til þrjá mánuði að gera eitt stórt verk en í þessari lotu hafi hann málað sextán myndir á nokkrum mánuðum og sýningin ber þess merki. Hrátt og töff Vinnustofa Ella í Los Angeles er í hinu alræmda Crenshaw-hverfi sem er þó ekki í nema um tuttugu mínútna fjarlægð frá heimili þeirra hjóna í Hollywood. „Þetta er svolítið hrátt og töff og þetta verður ekki meira „hood“ en þetta,“ segir Elli með vísan til þess að fátækt, glæpir og gengjamenning eru áberandi í hverfinu. „Þetta eru bara Bloods, Crips og MS 13,“ heldur hann áfram og telur upp þessi rótgrónu og alræmdu glæpagengi. „Þetta er alveg harðasti kjarninn enda hefur maður upplifað ýmislegt þarna sem er ekki alveg prenthæft,“ segir Elli. „En vinnustofan er vel vernduð og það er betra að vingast við klíkugaurana,“ segir Elli sem nýtur velvildar og verndar manna sem óráðlegt er að reita til reiði. „Ég þyki fyndinn karakter þarna. Eini hvíti gaurinn á svæðinu og er bara eitthvað að mála. Þeim finnst það bara fyndið. Þeim finnst það frábært þannig að ég er verndaður og fer bara ber að ofan út í sólina og fæ mér vindil með þeim á meðan þeir fá sér eitthvað allt annað að reykja.“ Hættuleg rómantík „Ég er að mála landslag og íslenska náttúru án þess að hafa nokkuð fyrir framan mig til að styðjast við. Þetta er bara spuni og þegar ég mála er ímyndunaraflið bara sett í botn. Þá er krefjandi áskorun að vera í svona umhverfi og ég fíla það. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hættuleg rómantík sem virkjar sköpunargleðina heldur betur. Maður málar bara hraðar til þess að vera kominn heim fyrir miðnætti.“ Sýningin verður opnuð sem fyrr segir klukkan 17 í dag í NORR11 á Hverfisgötu 18a. Hún stendur til 2. ágúst og er opin á virkum dögum milli klukkan 11-18 og 12 til 16 á laugardögum. Elli Egillss Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. „Við hjónin búum í Los Angeles og erum búin að vera þar síðastliðin fimm ár og ég er bara kominn til Íslands til þess að sýna, fara í veiði og slaka smá á,“ segir myndlistarmaðurinn Elli Egilsson sem opnar í dag sýningu á nýjum landslagsmálverkum í NORR11 við Hverfisgötu. „Ég kem í mesta lagi tvisvar á ári til Íslands og þá er bara um að gera að nota tækifærið til þess að sýna og hafa gaman.“ Elli og athafna- og leikkonan María Birta búa í Hollywood þar sem þau una hag sínum vel og ögra sjálfum sér með því að fara í ýmsar áttir út fyrir þægindarammana. Sýninguna kallar hann Hugarfar sem er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem ákveðna hugarfarsbreytingu þurfti til þess að smætta landslagið niður á mun minni striga en hann er vanur að vinna með.Hugarfarsbreyting „Ég skoraði bara sjálfan mig á hólm og hef aldrei farið niður í það sem ég er að gera núna þegar flest verkin eru 60x90 sentimetrar. Maður svitnaði nú svolítið við þetta vegna þess að þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Þú þarft að breyta strokunum, handahreyfingunum, penslunum og magninu af olíunni.Vinna á minni striga kallaði á hugarfarsbreytingu. Fréttablaðið/Anton BrinkÚr stiganum í stólinn Fyrir utan þægindin sem fylgja því að geta sveiflað höndunum og gert stórar strokur eins og ég er vanur að gera. Nú þurfti ég að vera lítill og setjast niður til þess að mála í stað þess að hoppa upp og niður í stigunum.“ Elli bendir einnig á að verklagið og sköpunarferlið stjórnist nánast alfarið af stærð strigans. Þannig taki það hann tvo til þrjá mánuði að gera eitt stórt verk en í þessari lotu hafi hann málað sextán myndir á nokkrum mánuðum og sýningin ber þess merki. Hrátt og töff Vinnustofa Ella í Los Angeles er í hinu alræmda Crenshaw-hverfi sem er þó ekki í nema um tuttugu mínútna fjarlægð frá heimili þeirra hjóna í Hollywood. „Þetta er svolítið hrátt og töff og þetta verður ekki meira „hood“ en þetta,“ segir Elli með vísan til þess að fátækt, glæpir og gengjamenning eru áberandi í hverfinu. „Þetta eru bara Bloods, Crips og MS 13,“ heldur hann áfram og telur upp þessi rótgrónu og alræmdu glæpagengi. „Þetta er alveg harðasti kjarninn enda hefur maður upplifað ýmislegt þarna sem er ekki alveg prenthæft,“ segir Elli. „En vinnustofan er vel vernduð og það er betra að vingast við klíkugaurana,“ segir Elli sem nýtur velvildar og verndar manna sem óráðlegt er að reita til reiði. „Ég þyki fyndinn karakter þarna. Eini hvíti gaurinn á svæðinu og er bara eitthvað að mála. Þeim finnst það bara fyndið. Þeim finnst það frábært þannig að ég er verndaður og fer bara ber að ofan út í sólina og fæ mér vindil með þeim á meðan þeir fá sér eitthvað allt annað að reykja.“ Hættuleg rómantík „Ég er að mála landslag og íslenska náttúru án þess að hafa nokkuð fyrir framan mig til að styðjast við. Þetta er bara spuni og þegar ég mála er ímyndunaraflið bara sett í botn. Þá er krefjandi áskorun að vera í svona umhverfi og ég fíla það. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hættuleg rómantík sem virkjar sköpunargleðina heldur betur. Maður málar bara hraðar til þess að vera kominn heim fyrir miðnætti.“ Sýningin verður opnuð sem fyrr segir klukkan 17 í dag í NORR11 á Hverfisgötu 18a. Hún stendur til 2. ágúst og er opin á virkum dögum milli klukkan 11-18 og 12 til 16 á laugardögum. Elli Egillss
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Sjá meira