Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 „Ég ætla að reyna að vera sem mest á staðnum þessar tvær vikur sem sýningin er í gangi og það eru bara allir velkomnir hvenær sem er og ég vonast til þess að hitta sem flesta,“ segir Elli Egils, spenntur fyrir að sýna nýju verkin sem aðeins konan hans og nokkrir vinir hafa séð hingað til. Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. „Við hjónin búum í Los Angeles og erum búin að vera þar síðastliðin fimm ár og ég er bara kominn til Íslands til þess að sýna, fara í veiði og slaka smá á,“ segir myndlistarmaðurinn Elli Egilsson sem opnar í dag sýningu á nýjum landslagsmálverkum í NORR11 við Hverfisgötu. „Ég kem í mesta lagi tvisvar á ári til Íslands og þá er bara um að gera að nota tækifærið til þess að sýna og hafa gaman.“ Elli og athafna- og leikkonan María Birta búa í Hollywood þar sem þau una hag sínum vel og ögra sjálfum sér með því að fara í ýmsar áttir út fyrir þægindarammana. Sýninguna kallar hann Hugarfar sem er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem ákveðna hugarfarsbreytingu þurfti til þess að smætta landslagið niður á mun minni striga en hann er vanur að vinna með.Hugarfarsbreyting „Ég skoraði bara sjálfan mig á hólm og hef aldrei farið niður í það sem ég er að gera núna þegar flest verkin eru 60x90 sentimetrar. Maður svitnaði nú svolítið við þetta vegna þess að þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Þú þarft að breyta strokunum, handahreyfingunum, penslunum og magninu af olíunni.Vinna á minni striga kallaði á hugarfarsbreytingu. Fréttablaðið/Anton BrinkÚr stiganum í stólinn Fyrir utan þægindin sem fylgja því að geta sveiflað höndunum og gert stórar strokur eins og ég er vanur að gera. Nú þurfti ég að vera lítill og setjast niður til þess að mála í stað þess að hoppa upp og niður í stigunum.“ Elli bendir einnig á að verklagið og sköpunarferlið stjórnist nánast alfarið af stærð strigans. Þannig taki það hann tvo til þrjá mánuði að gera eitt stórt verk en í þessari lotu hafi hann málað sextán myndir á nokkrum mánuðum og sýningin ber þess merki. Hrátt og töff Vinnustofa Ella í Los Angeles er í hinu alræmda Crenshaw-hverfi sem er þó ekki í nema um tuttugu mínútna fjarlægð frá heimili þeirra hjóna í Hollywood. „Þetta er svolítið hrátt og töff og þetta verður ekki meira „hood“ en þetta,“ segir Elli með vísan til þess að fátækt, glæpir og gengjamenning eru áberandi í hverfinu. „Þetta eru bara Bloods, Crips og MS 13,“ heldur hann áfram og telur upp þessi rótgrónu og alræmdu glæpagengi. „Þetta er alveg harðasti kjarninn enda hefur maður upplifað ýmislegt þarna sem er ekki alveg prenthæft,“ segir Elli. „En vinnustofan er vel vernduð og það er betra að vingast við klíkugaurana,“ segir Elli sem nýtur velvildar og verndar manna sem óráðlegt er að reita til reiði. „Ég þyki fyndinn karakter þarna. Eini hvíti gaurinn á svæðinu og er bara eitthvað að mála. Þeim finnst það bara fyndið. Þeim finnst það frábært þannig að ég er verndaður og fer bara ber að ofan út í sólina og fæ mér vindil með þeim á meðan þeir fá sér eitthvað allt annað að reykja.“ Hættuleg rómantík „Ég er að mála landslag og íslenska náttúru án þess að hafa nokkuð fyrir framan mig til að styðjast við. Þetta er bara spuni og þegar ég mála er ímyndunaraflið bara sett í botn. Þá er krefjandi áskorun að vera í svona umhverfi og ég fíla það. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hættuleg rómantík sem virkjar sköpunargleðina heldur betur. Maður málar bara hraðar til þess að vera kominn heim fyrir miðnætti.“ Sýningin verður opnuð sem fyrr segir klukkan 17 í dag í NORR11 á Hverfisgötu 18a. Hún stendur til 2. ágúst og er opin á virkum dögum milli klukkan 11-18 og 12 til 16 á laugardögum. Elli Egillss Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. „Við hjónin búum í Los Angeles og erum búin að vera þar síðastliðin fimm ár og ég er bara kominn til Íslands til þess að sýna, fara í veiði og slaka smá á,“ segir myndlistarmaðurinn Elli Egilsson sem opnar í dag sýningu á nýjum landslagsmálverkum í NORR11 við Hverfisgötu. „Ég kem í mesta lagi tvisvar á ári til Íslands og þá er bara um að gera að nota tækifærið til þess að sýna og hafa gaman.“ Elli og athafna- og leikkonan María Birta búa í Hollywood þar sem þau una hag sínum vel og ögra sjálfum sér með því að fara í ýmsar áttir út fyrir þægindarammana. Sýninguna kallar hann Hugarfar sem er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem ákveðna hugarfarsbreytingu þurfti til þess að smætta landslagið niður á mun minni striga en hann er vanur að vinna með.Hugarfarsbreyting „Ég skoraði bara sjálfan mig á hólm og hef aldrei farið niður í það sem ég er að gera núna þegar flest verkin eru 60x90 sentimetrar. Maður svitnaði nú svolítið við þetta vegna þess að þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Þú þarft að breyta strokunum, handahreyfingunum, penslunum og magninu af olíunni.Vinna á minni striga kallaði á hugarfarsbreytingu. Fréttablaðið/Anton BrinkÚr stiganum í stólinn Fyrir utan þægindin sem fylgja því að geta sveiflað höndunum og gert stórar strokur eins og ég er vanur að gera. Nú þurfti ég að vera lítill og setjast niður til þess að mála í stað þess að hoppa upp og niður í stigunum.“ Elli bendir einnig á að verklagið og sköpunarferlið stjórnist nánast alfarið af stærð strigans. Þannig taki það hann tvo til þrjá mánuði að gera eitt stórt verk en í þessari lotu hafi hann málað sextán myndir á nokkrum mánuðum og sýningin ber þess merki. Hrátt og töff Vinnustofa Ella í Los Angeles er í hinu alræmda Crenshaw-hverfi sem er þó ekki í nema um tuttugu mínútna fjarlægð frá heimili þeirra hjóna í Hollywood. „Þetta er svolítið hrátt og töff og þetta verður ekki meira „hood“ en þetta,“ segir Elli með vísan til þess að fátækt, glæpir og gengjamenning eru áberandi í hverfinu. „Þetta eru bara Bloods, Crips og MS 13,“ heldur hann áfram og telur upp þessi rótgrónu og alræmdu glæpagengi. „Þetta er alveg harðasti kjarninn enda hefur maður upplifað ýmislegt þarna sem er ekki alveg prenthæft,“ segir Elli. „En vinnustofan er vel vernduð og það er betra að vingast við klíkugaurana,“ segir Elli sem nýtur velvildar og verndar manna sem óráðlegt er að reita til reiði. „Ég þyki fyndinn karakter þarna. Eini hvíti gaurinn á svæðinu og er bara eitthvað að mála. Þeim finnst það bara fyndið. Þeim finnst það frábært þannig að ég er verndaður og fer bara ber að ofan út í sólina og fæ mér vindil með þeim á meðan þeir fá sér eitthvað allt annað að reykja.“ Hættuleg rómantík „Ég er að mála landslag og íslenska náttúru án þess að hafa nokkuð fyrir framan mig til að styðjast við. Þetta er bara spuni og þegar ég mála er ímyndunaraflið bara sett í botn. Þá er krefjandi áskorun að vera í svona umhverfi og ég fíla það. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hættuleg rómantík sem virkjar sköpunargleðina heldur betur. Maður málar bara hraðar til þess að vera kominn heim fyrir miðnætti.“ Sýningin verður opnuð sem fyrr segir klukkan 17 í dag í NORR11 á Hverfisgötu 18a. Hún stendur til 2. ágúst og er opin á virkum dögum milli klukkan 11-18 og 12 til 16 á laugardögum. Elli Egillss
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira