Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2019 09:15 Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun