Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 23:00 Trump á fundi með Kanye West í Hvíta húsinu í fyrra. Hingað til hefur farið vel á með þeim kumpánum, og virðist West ætla að nýta sér velvild forsetans til að fá vin sinn lausan úr fangelsi. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.Sjá einnig: Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í færslu á Twitter í kvöld. Þar sagðist forsetinn nýbúinn að ræða málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því að tilstuðlan West sem Trump ætlar að beita sér í málinu. „Ég ætla að hringja í hinn hæfileikaríka forsætisráðherra Svíþjóðar til að kanna hvað hægt sé að gera varðandi það að hjálpa A$AP Rocky. Fjölda fólks þætti vænt um að málið hlyti farsælan endi!“ sagði Trump í færslu sinni.Just spoke to @KanyeWest about his friend A$AP Rocky's incarceration. I will be calling the very talented Prime Minister of Sweden to see what we can do about helping A$AP Rocky. So many people would like to see this quickly resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2019 A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í dag var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur.Melania færði honum fréttirnar Fjallað er um málið á vef SVT í kvöld og vísað í ummæli Trumps á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar þakkaði hann forsetafrúnni Melaniu Trump fyrir að hafa vakið athygli sína á máli A$AP Rocky. „Svíþjóð er frábært land og þeir [Svíar] eru vinir mínir,“ sagði Trump og bætti við að fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar hefðu þegar sett sig í samband við yfirvöld í Svíþjóð. Þá bauð forsetinn Melaniu sjálfri að ávarpa blaðamenn vegna málsins. Hún sagði að þau hjónin, í samstarfi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, ynnu nú að því að koma rapparanum heim fljótlega.A$AP Rocky hefur verið í varðhaldi í Svíþjóð síðan 3. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyGreint var frá því í vikunni að Kanye West og eiginkona hans, athafnakonan Kim Kardashian, hefðu rætt mál A$AP Rocky við við Jared Kushner, tengdason forsetans og einn nánasta ráðgjafa hans, í viðleitni til að vekja athygli Trumps á málinu og fá rapparann lausan úr fangelsi. Kardashian kom á framfæri þökkum til Kushner, Trumps og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna málsins í gær.Thank you @realDonaldTrump , @SecPompeo, Jared Kushner & everyone involved with the efforts to Free ASAP Rocky & his two friends. Your commitment to justice reform is so appreciated https://t.co/Ym1Rzo5Z6c— Kim Kardashian West (@KimKardashian) July 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.Sjá einnig: Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í færslu á Twitter í kvöld. Þar sagðist forsetinn nýbúinn að ræða málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því að tilstuðlan West sem Trump ætlar að beita sér í málinu. „Ég ætla að hringja í hinn hæfileikaríka forsætisráðherra Svíþjóðar til að kanna hvað hægt sé að gera varðandi það að hjálpa A$AP Rocky. Fjölda fólks þætti vænt um að málið hlyti farsælan endi!“ sagði Trump í færslu sinni.Just spoke to @KanyeWest about his friend A$AP Rocky's incarceration. I will be calling the very talented Prime Minister of Sweden to see what we can do about helping A$AP Rocky. So many people would like to see this quickly resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2019 A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í dag var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur.Melania færði honum fréttirnar Fjallað er um málið á vef SVT í kvöld og vísað í ummæli Trumps á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar þakkaði hann forsetafrúnni Melaniu Trump fyrir að hafa vakið athygli sína á máli A$AP Rocky. „Svíþjóð er frábært land og þeir [Svíar] eru vinir mínir,“ sagði Trump og bætti við að fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar hefðu þegar sett sig í samband við yfirvöld í Svíþjóð. Þá bauð forsetinn Melaniu sjálfri að ávarpa blaðamenn vegna málsins. Hún sagði að þau hjónin, í samstarfi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, ynnu nú að því að koma rapparanum heim fljótlega.A$AP Rocky hefur verið í varðhaldi í Svíþjóð síðan 3. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyGreint var frá því í vikunni að Kanye West og eiginkona hans, athafnakonan Kim Kardashian, hefðu rætt mál A$AP Rocky við við Jared Kushner, tengdason forsetans og einn nánasta ráðgjafa hans, í viðleitni til að vekja athygli Trumps á málinu og fá rapparann lausan úr fangelsi. Kardashian kom á framfæri þökkum til Kushner, Trumps og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna málsins í gær.Thank you @realDonaldTrump , @SecPompeo, Jared Kushner & everyone involved with the efforts to Free ASAP Rocky & his two friends. Your commitment to justice reform is so appreciated https://t.co/Ym1Rzo5Z6c— Kim Kardashian West (@KimKardashian) July 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27