Körfubolti

Grét yfir getuleysi Knicks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stephen A. Smith er tilfinningaríkur maður. Nóttin var erfið hjá honum.
Stephen A. Smith er tilfinningaríkur maður. Nóttin var erfið hjá honum. vísir/getty
Það voru ótrúleg læti á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í nótt en á meðan mörg lið náðu góðum samningum þá sat NY Knicks eftir. Enn og aftur. Stuðningsmenn liðsins eru brjálaðir.

Knicks var í fínni stöðu til þess að sækja einhverja af stjörnum deildarinnar en þurfti þess í stað að horfa upp á nágranna sína í Brooklyn búa til ofurlið.

Knicks fékk engan af þeim leikmönnum sem liðið hafði verið orðað við. Liðið fékk bara Julius Randle og það kætti ekki enn einasta stuðningsmann liðsins.

Íþróttafréttamaðurinn tilfinningaríki, Stephen A. Smith, talaði eflaust fyrir flesta stuðningsmenn Knicks er hann svekkti sig á þessum ömurlega degi. Þá nýbúinn að fella tár.





NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×