Enginn leikmaður Golden State má hér eftir spila í númeri Kevin Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:00 Kevin Durant lék í treyju númer 35 hjá Golden State Warriors. Getty/Yong Teck Lim NBA körfuboltaliðið Golden State Warriors þakkaði Kevin Durant fyrir tíma sinn með félaginu í sérstakri tilkynningu í gær og lofuðu honum jafnframt einu. Kevin Durant tók ekki risatilboði frá Golden State Warriors heldur valdi frekar að semja við lið Brooklyn Nets. Hann varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Golden State og hefði eflaust unnið þriðja titilinn í ár hefði hann ekki meiðst í úrslitakeppninni.Warriors announce that, under current ownership, no player will wear No. 35. Kevin Durant played 256 (regular season + postseason) games in the jersey. pic.twitter.com/o7beONsUs5 — Darren Rovell (@darrenrovell) July 1, 2019 Golden State ætlar að heiðra Kevin Durant og það sem hann gerði fyrir félagið með því að banna leikmönnum félagsins að spila í númerinu hans. Kevin Durant spilaði í treyju númer 35 hjá Golden State Warriors og stjórnarformaðurinn Joe Lacob lofaði því í yfirlýsingunni að enginn fengi að spila í 35 á meðan hann réði einhverju hjá félaginu. Það má sjá yfirlýsinguna hér fyrir neðan.Statement from Warriors Co-Chairman & CEO Joe Lacob on Kevin Durant: pic.twitter.com/D2TPPZPuz1 — Warriors PR (@WarriorsPR) July 1, 2019Kevin Durant var með 25,8 stig, 7,1 frákast og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í 208 deildarleikjum með Golden State Warriors. Hann hafði spilað í níu tímabil með Oklahoma Thunder áður en hann kom til Oakland. Í úrslitakeppninni hækkaði Durant stigaskor sitt upp í 29,6 stig í leik í 48 leikjum auk þess að taka 7,1 frákast og gefa 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því óhætt að segja að kappinn hafi spilað best þegar mest var undir. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
NBA körfuboltaliðið Golden State Warriors þakkaði Kevin Durant fyrir tíma sinn með félaginu í sérstakri tilkynningu í gær og lofuðu honum jafnframt einu. Kevin Durant tók ekki risatilboði frá Golden State Warriors heldur valdi frekar að semja við lið Brooklyn Nets. Hann varð tvisvar sinnum NBA-meistari með Golden State og hefði eflaust unnið þriðja titilinn í ár hefði hann ekki meiðst í úrslitakeppninni.Warriors announce that, under current ownership, no player will wear No. 35. Kevin Durant played 256 (regular season + postseason) games in the jersey. pic.twitter.com/o7beONsUs5 — Darren Rovell (@darrenrovell) July 1, 2019 Golden State ætlar að heiðra Kevin Durant og það sem hann gerði fyrir félagið með því að banna leikmönnum félagsins að spila í númerinu hans. Kevin Durant spilaði í treyju númer 35 hjá Golden State Warriors og stjórnarformaðurinn Joe Lacob lofaði því í yfirlýsingunni að enginn fengi að spila í 35 á meðan hann réði einhverju hjá félaginu. Það má sjá yfirlýsinguna hér fyrir neðan.Statement from Warriors Co-Chairman & CEO Joe Lacob on Kevin Durant: pic.twitter.com/D2TPPZPuz1 — Warriors PR (@WarriorsPR) July 1, 2019Kevin Durant var með 25,8 stig, 7,1 frákast og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í 208 deildarleikjum með Golden State Warriors. Hann hafði spilað í níu tímabil með Oklahoma Thunder áður en hann kom til Oakland. Í úrslitakeppninni hækkaði Durant stigaskor sitt upp í 29,6 stig í leik í 48 leikjum auk þess að taka 7,1 frákast og gefa 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því óhætt að segja að kappinn hafi spilað best þegar mest var undir.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira