Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Pálmi Kormákur skrifar 3. júlí 2019 06:15 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/anton brink Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira