Mótmælt af krafti á fyrsta degi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæltu af krafti í hinni frönsku Strassborg í gær. Nordicphotos/AFP Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira