Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eina markið er Selfoss vann 1-0 sigur á KR í áttundu umferð Pepsi Max-deild kvenna en liðin mættust á Selfossi í dag.
Fyrsta og eina markið kom strax á tuttugustu mínútu en Hólmfríður skoraði þá. Hún lék með KR frá 2000 til 2008 og svo aftur tímabilð 2017.
Selfoss er komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn en þær eru með tíu stig, fjórum stigum á eftir Þór/KA sem er í þriðja sætinu.
KR-liðið er hins vegar á botni deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Hólmfríður afgreiddi gömlu félagana
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
