Ekki bara Brexit Michael Nevin skrifar 4. júlí 2019 07:30 Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun