Ekki bara Brexit Michael Nevin skrifar 4. júlí 2019 07:30 Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun