Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 13:39 Asadullah Sarwari ásamt sonum sínum. Vísir/BaldurHrafnkell Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum en fyrirhuguð brottvísun fjölskyldnanna, þar á meðal ungra barna, hefur vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Faðirinn Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Í framhaldinu hefur lögmaður feðganna farið fram á endurupptöku málsins.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirHins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Nemendur hafa safnað sex þúsund undirskriftum og telja um brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ræða að hafna Zainab um alþjóðlega vernd.Fyrirhuguð eru mótmæli við Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Á annað þúsund manns hafa boðað komu sína. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum en fyrirhuguð brottvísun fjölskyldnanna, þar á meðal ungra barna, hefur vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Faðirinn Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Í framhaldinu hefur lögmaður feðganna farið fram á endurupptöku málsins.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirHins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Nemendur hafa safnað sex þúsund undirskriftum og telja um brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ræða að hafna Zainab um alþjóðlega vernd.Fyrirhuguð eru mótmæli við Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Á annað þúsund manns hafa boðað komu sína.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40