Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 16:13 Wow air losað um 278 þúsund tonn af koltvísýringi í fyrra. Gera átti upp losunarheimildir þess vegna hennar í lok apríl. Fréttablaðið/Ernir Evrópusambandið leggur meðvitað háar sektir við því að brotið sé gegn reglum viðskiptakerfis með losunarheimildir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að tæplega fjögurra milljarða króna sekt sem lögð var á þrotabú Wow air í dag sýni að kerfi í loftslagsmálum og eftirfylgni með því virki.Stjórnvaldssekt upp á tæpa 3,8 milljarða króna var lögð á þrotabú Wow air fyrir að vanrækja að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018 í dag. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Umhverfisstofnun sektar fyrirtæki fyrir slíkt brot og er sektin nú sú langhæsta sem stofnunin hefur lagt á. Flugfélögin eins og ýmis annar iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir falla undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Með því fá fyrirtækin heimildir til að losa tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda sem dragast saman eftir því sem árin líða. Fyrirtækin geta keypt og selt heimildir eftir þörfum en þær verða dýrari með tímanum. Tilgangurinn er að skapa hvata til að fyrirtækin dragi úr losun. Þeir sem eiga aðild að kerfinu þurfa að gera upp losunarheimildir sínar árlega. Þó að fyrirtækin megi kaupa og selja heimildir sínar þurfa þau að tryggja að þau eigi nægar heimildir fyrir losun sinni þegar kemur að uppgjörinu. Þannig bar Wow air að standa skil á heimildunum fyrir síðasta ár 30. apríl. Sá frestur kom og fór án þess að fyrirtækið, sem þá var orðið gjaldþrota, gerði heimildirnar upp. Fyrir það lagði Umhverfisstofnun stjórnvaldssektina á þrotabú fallna flugfélagsins. Þrotabúið hefur þrjá mánuði til að kæra ákvörðunina til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánGera kröfu um tiltekinn fjölda heimilda, ekki fjárhæð Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að sektin sé há að yfirlögðu ráði. Evrópusambandið hafi haft sektirnar háar meðvitað þar sem það telji loftslagsmál stórt mál sem taka þurfi alvarlega. Mikilvægt sé að traust ríki um að fyrirtæki fylgi reglunum og geri upp heimildir sínar. „Þetta er dæmi um að kerfi í umhverfismálum, í loftslagsmálum, virki sem skyldi. Að eftirfylgni í kerfinu virki,“ segir hún. Auk sektarinnar þarf þrotabú Wow air að gera upp losunarheimildir fyrir losun félagsins í fyrra. Elva Rakel getur ekki sagt til um hvað það kosti þrotabúið að kaupa losunarheimildir fyrir þau rúmu 278 þúsund tonn af koltvísýringi sem Wow air losaði í fyrra. Losunarheimildirnar séu markaðsvara og þær sveiflist í verði. Stofnunin mun lýsa kröfu í þrotabúið þar sem kveðið verður á um fjölda heimildanna sem þarf að greiða fyrir frekar en tiltekna fjárhæð fyrir þeim. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús Wow air, sagði Vísi í maí að nokkur þúsund kröfur hefðu þá borist í búið. Þar á meðal er fjöldi launakrafna starfsmanna sem eru forgangskröfur. Hvorki náðist í Svein Andra né Þorstein Einarsson, hinn skipaðan skiptastjóra búsins, við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Loftslagsmál WOW Air Tengdar fréttir Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04 Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Evrópusambandið leggur meðvitað háar sektir við því að brotið sé gegn reglum viðskiptakerfis með losunarheimildir. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að tæplega fjögurra milljarða króna sekt sem lögð var á þrotabú Wow air í dag sýni að kerfi í loftslagsmálum og eftirfylgni með því virki.Stjórnvaldssekt upp á tæpa 3,8 milljarða króna var lögð á þrotabú Wow air fyrir að vanrækja að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018 í dag. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Umhverfisstofnun sektar fyrirtæki fyrir slíkt brot og er sektin nú sú langhæsta sem stofnunin hefur lagt á. Flugfélögin eins og ýmis annar iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir falla undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Með því fá fyrirtækin heimildir til að losa tiltekið magn gróðurhúsalofttegunda sem dragast saman eftir því sem árin líða. Fyrirtækin geta keypt og selt heimildir eftir þörfum en þær verða dýrari með tímanum. Tilgangurinn er að skapa hvata til að fyrirtækin dragi úr losun. Þeir sem eiga aðild að kerfinu þurfa að gera upp losunarheimildir sínar árlega. Þó að fyrirtækin megi kaupa og selja heimildir sínar þurfa þau að tryggja að þau eigi nægar heimildir fyrir losun sinni þegar kemur að uppgjörinu. Þannig bar Wow air að standa skil á heimildunum fyrir síðasta ár 30. apríl. Sá frestur kom og fór án þess að fyrirtækið, sem þá var orðið gjaldþrota, gerði heimildirnar upp. Fyrir það lagði Umhverfisstofnun stjórnvaldssektina á þrotabú fallna flugfélagsins. Þrotabúið hefur þrjá mánuði til að kæra ákvörðunina til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánGera kröfu um tiltekinn fjölda heimilda, ekki fjárhæð Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að sektin sé há að yfirlögðu ráði. Evrópusambandið hafi haft sektirnar háar meðvitað þar sem það telji loftslagsmál stórt mál sem taka þurfi alvarlega. Mikilvægt sé að traust ríki um að fyrirtæki fylgi reglunum og geri upp heimildir sínar. „Þetta er dæmi um að kerfi í umhverfismálum, í loftslagsmálum, virki sem skyldi. Að eftirfylgni í kerfinu virki,“ segir hún. Auk sektarinnar þarf þrotabú Wow air að gera upp losunarheimildir fyrir losun félagsins í fyrra. Elva Rakel getur ekki sagt til um hvað það kosti þrotabúið að kaupa losunarheimildir fyrir þau rúmu 278 þúsund tonn af koltvísýringi sem Wow air losaði í fyrra. Losunarheimildirnar séu markaðsvara og þær sveiflist í verði. Stofnunin mun lýsa kröfu í þrotabúið þar sem kveðið verður á um fjölda heimildanna sem þarf að greiða fyrir frekar en tiltekna fjárhæð fyrir þeim. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús Wow air, sagði Vísi í maí að nokkur þúsund kröfur hefðu þá borist í búið. Þar á meðal er fjöldi launakrafna starfsmanna sem eru forgangskröfur. Hvorki náðist í Svein Andra né Þorstein Einarsson, hinn skipaðan skiptastjóra búsins, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál WOW Air Tengdar fréttir Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04 Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54
Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Fyrirtæki á Íslandi keyptu tæplega milljón losunarheimildir í fyrra. Losun frá flugi var meira en tvöfalt meiri en losunarheimildir sem flugfélög fengu endurgjaldslaust. 20. maí 2019 13:04
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07