Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 21:45 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tókust á um málið á Facebook. Vísir Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira