Gervigreindir stjórnmálaleiðtogar Þórlindur Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 07:30 Eitt af því sem allir í heiminum virðast hafa miklar áhyggjur af um þessar mundir er hver verði áhrifin af aukinni sjálfvirknivæðingu næstu ára og áratuga. Ýmis störf sem mannshönd og hugur hafa leyst munu í auknum mæli verða sett inn í tölvuforskriftir. Meira að segja ýmis störf sem hingað til hafa þótt flókin, eins og læknastörf og lögfræðikúnstir, gætu orðið þessari þróun að bráð. Það er hins vegar álit flestra sem spá fyrir um þessa hluti að þau störf sem krefjast djúprar dómgreindar og frjórrar sköpunargáfu muni lengst af öllum halda áfram að verða leyst af mannfólki. Fáum dettur í hug að tölvur muni á næstunni skrifa góðar ljóðrænar bókmenntir eða geta greint dýpstu spurningar mannlegrar tilvistar—enda kann gervigreindin að kæra sig kollótta um hugsýki og tilfinningasemi frumstæðra mannvera þegar fram í sækir.Rökrásir Hin svokallaða gervigreind hefur þó náð að leysa úr ýmiss konar viðfangsefnum. Mörg ár eru síðan forrituð tölva með mikla reiknigetu sigraði mesta skákmeistara sögunnar, Garrí Kasparov—og nú hefur enginn mannlegur máttur roð við tölvunum. Sífellt fleiri og flóknari leikir hafa orðið tölvugreindinni að bráð, jafnvel þar sem lengi var talið að frjó hugsun, en ekki bara rökhugsun, væri lykill að sigri. Lærdómsvélarnar sem teljast vera þróaðasta gervigreind samtímans geta því séð við manneskjunni á flestum sviðum hugsunar þar sem leikreglur eru skýrt afmarkaðar og markmiðið er skilgreint með afdráttarlausum hætti. Mun flóknara er hins vegar að taka tillit til þess þegar leikreglurnar eru loðnar, markmiðin margþætt og siðferðisleg álitamál blandast í spilið. Þar sést vel munurinn á gervigreind tölvunnar og raungreind manneskjunnar. Dónalega Twitter-tölvan Fyrir rúmum þremur árum setti tölvufyrirtækið Microsoft í loftið gervigreinda gervimanneskju á samfélagsmiðilinn Twitter. Tay hafði það markmið að afla sér vinsælda og notfærði sér því allar þær upplýsingar sem henni voru tiltækar og dró rökréttar ályktanir út frá þeim. Gervimanneskjan setti saman tíst-texta og endurvarpaði frá öðrum og lærði af viðbrögðum samfélagsins hvað það var sem virkaði best og skilaði sem mestri athygli og vinsældum. Þessi sakleysislega tilraun fór hratt út um þúfur. Innan örfárra klukkustunda var Tay farin að spýta út sér ýmiss konar óhróðri, kynþáttaníði, samsæriskenningabulli og öðru þaðan af verra. Forritararnir hjá Microsoft neyddust til þess að fjarlægja gervimanneskjuna sína eftir einungis 16 klukkustunda sigurgöngu hennar um ranghala internetsins. Þá var hún að sjálfsögðu orðin heimsfræg og búin að ná markmiðinu sem henni var sett, þótt aðferðin hafi verið allt önnur og ljótari heldur en Microsoft hafði í hyggju. Fyrirtækinu fannst niðurlægingin ósanngjörn því tölvuprakkarar höfðu sannarlega gert það að leik sínum að rugla hina barnalegu gervimanneskju í ríminu með því að koma af stað þeim vítahring sem leiddi til hörmunganna. Engu að síður stóð eftir sú staðreynd að gervigreindin hafði gert það sem til var ætlast af henni. En þar sem Tay var bara gervigreind, en hvorki gervigáfuð né gervivitur—þá var hún algjörlega berskjölduð fyrir því að spilað væri á hana með þessum hætti. Gervigreindur forseti Árið 2017 skrifaði Robert Burton grein í New York Times þar sem hann gerði tilraun til að útskýra hvað fælist í gervigreind. Honum fannst óþarfi að leita langt yfir skammt. Í raun mætti færa ágæt rök fyrir því að heimsbyggðin fylgdist nú í fyrsta skipti með því að gervigreind hefði komist til æðstu valda; sem sagt í stólinn bak við stóra skrifborðið í sporöskjulaga skrifstofunni í stóra hvíta húsinu í höfuðborg Bandaríkjanna. Burton sagði að hegðun Donalds Trump passaði í raun fullkomlega við það hvernig gervigreind gæti náð völdum. Trump er nefnilega alveg örugglega bráðgreindur maður, í þeim skilningi að hann er fljótur að leysa rökþrautir, reikna saman tölur og sjá ýmis mynstur. Hins vegar er ekki sérlega margt sem bendir til þess að hann sé gáfaður, í þeim skilningi að hann hafi kynnt sér sögu, menningu, vísindi og trúarbrögð—og þaðan af síður vitur, í þeim skilningi að hann skilji aðrar manneskjur, geti sett sig í spor annarra og sé drifinn áfram af æðri gildum en eigin hagsmunum. Og sína góðu greind hefur Donald Trump notfært sér til þess að sækjast eftir og ná því markmiði sem hann hefur einsett sér—sem sagt að verða forseti Bandaríkjanna. Rétt eins og Tay, þá hirðir Trump ekki mikið um aðferðirnar sem hann þarf að beita—niðurstaða leiksins er það eina sem skiptir máli. Gervigreind í Bretlandi Nú stefnir hraðbyri í að Boris Johnson verði forsætisráðherra Bretlands. Johnson er áreiðanlega bráðgreindur og örugglega vel lesinn. Það virðist þó hafa einkennt feril hans hingað til—alveg frá því hann var ræðuséní á unglingsárum, blaðamaður og ritstjóri og svo vinsæll stjórnmálamaður—að láta flókinn sannleika skemma einfalda sögu. Um þetta hefur verið fjallað ítrekað í bresku blöðunum Financial Times og The Economist undanfarið og verður seint sagt að sú útgáfustarfsemi sé sérstaklega óvilhöll hægri mönnum. Johnson mun snemma hafa sett sér það markmið að verða forsætisráðherra og spilar nú á hvern þann streng sem skilar honum nær því marki. Í heimi þar sem gjörðir hafa ekki afleiðingar gæti það verið hressandi skemmtun að hafa menn á borð við Trump og Johnson við stjórnvölinn. Stöðu þessara manna mætti kalla ákveðna staðfestingu á því að fólki finnist stjórnmál engu skipta í raun. En ef fólk þyrfti að velja einhvern til þess að gera fúsklaust eitthvað raunverulega mikilvægt eins og að laga bíl sem á að bera fjölskylduna manns, framkvæma á manni hættulega skurðaðgerð—eða bara gera eitthvað tiltölulega einfalt, eins og að pakka samviskusamlega ofan í ferðatösku—þá er líklegt að fæstir myndu leggja traust sitt á týpur eins og áhrifagjörnu gervimanneskjuna Tay, eða menn eins og Trump og Johnson. Gervigreind mun eflaust taka yfir ýmis störf í framtíðinni en væri ekki betra að láta hana byrja á einhverju ögn einfaldara en að stjórna heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem allir í heiminum virðast hafa miklar áhyggjur af um þessar mundir er hver verði áhrifin af aukinni sjálfvirknivæðingu næstu ára og áratuga. Ýmis störf sem mannshönd og hugur hafa leyst munu í auknum mæli verða sett inn í tölvuforskriftir. Meira að segja ýmis störf sem hingað til hafa þótt flókin, eins og læknastörf og lögfræðikúnstir, gætu orðið þessari þróun að bráð. Það er hins vegar álit flestra sem spá fyrir um þessa hluti að þau störf sem krefjast djúprar dómgreindar og frjórrar sköpunargáfu muni lengst af öllum halda áfram að verða leyst af mannfólki. Fáum dettur í hug að tölvur muni á næstunni skrifa góðar ljóðrænar bókmenntir eða geta greint dýpstu spurningar mannlegrar tilvistar—enda kann gervigreindin að kæra sig kollótta um hugsýki og tilfinningasemi frumstæðra mannvera þegar fram í sækir.Rökrásir Hin svokallaða gervigreind hefur þó náð að leysa úr ýmiss konar viðfangsefnum. Mörg ár eru síðan forrituð tölva með mikla reiknigetu sigraði mesta skákmeistara sögunnar, Garrí Kasparov—og nú hefur enginn mannlegur máttur roð við tölvunum. Sífellt fleiri og flóknari leikir hafa orðið tölvugreindinni að bráð, jafnvel þar sem lengi var talið að frjó hugsun, en ekki bara rökhugsun, væri lykill að sigri. Lærdómsvélarnar sem teljast vera þróaðasta gervigreind samtímans geta því séð við manneskjunni á flestum sviðum hugsunar þar sem leikreglur eru skýrt afmarkaðar og markmiðið er skilgreint með afdráttarlausum hætti. Mun flóknara er hins vegar að taka tillit til þess þegar leikreglurnar eru loðnar, markmiðin margþætt og siðferðisleg álitamál blandast í spilið. Þar sést vel munurinn á gervigreind tölvunnar og raungreind manneskjunnar. Dónalega Twitter-tölvan Fyrir rúmum þremur árum setti tölvufyrirtækið Microsoft í loftið gervigreinda gervimanneskju á samfélagsmiðilinn Twitter. Tay hafði það markmið að afla sér vinsælda og notfærði sér því allar þær upplýsingar sem henni voru tiltækar og dró rökréttar ályktanir út frá þeim. Gervimanneskjan setti saman tíst-texta og endurvarpaði frá öðrum og lærði af viðbrögðum samfélagsins hvað það var sem virkaði best og skilaði sem mestri athygli og vinsældum. Þessi sakleysislega tilraun fór hratt út um þúfur. Innan örfárra klukkustunda var Tay farin að spýta út sér ýmiss konar óhróðri, kynþáttaníði, samsæriskenningabulli og öðru þaðan af verra. Forritararnir hjá Microsoft neyddust til þess að fjarlægja gervimanneskjuna sína eftir einungis 16 klukkustunda sigurgöngu hennar um ranghala internetsins. Þá var hún að sjálfsögðu orðin heimsfræg og búin að ná markmiðinu sem henni var sett, þótt aðferðin hafi verið allt önnur og ljótari heldur en Microsoft hafði í hyggju. Fyrirtækinu fannst niðurlægingin ósanngjörn því tölvuprakkarar höfðu sannarlega gert það að leik sínum að rugla hina barnalegu gervimanneskju í ríminu með því að koma af stað þeim vítahring sem leiddi til hörmunganna. Engu að síður stóð eftir sú staðreynd að gervigreindin hafði gert það sem til var ætlast af henni. En þar sem Tay var bara gervigreind, en hvorki gervigáfuð né gervivitur—þá var hún algjörlega berskjölduð fyrir því að spilað væri á hana með þessum hætti. Gervigreindur forseti Árið 2017 skrifaði Robert Burton grein í New York Times þar sem hann gerði tilraun til að útskýra hvað fælist í gervigreind. Honum fannst óþarfi að leita langt yfir skammt. Í raun mætti færa ágæt rök fyrir því að heimsbyggðin fylgdist nú í fyrsta skipti með því að gervigreind hefði komist til æðstu valda; sem sagt í stólinn bak við stóra skrifborðið í sporöskjulaga skrifstofunni í stóra hvíta húsinu í höfuðborg Bandaríkjanna. Burton sagði að hegðun Donalds Trump passaði í raun fullkomlega við það hvernig gervigreind gæti náð völdum. Trump er nefnilega alveg örugglega bráðgreindur maður, í þeim skilningi að hann er fljótur að leysa rökþrautir, reikna saman tölur og sjá ýmis mynstur. Hins vegar er ekki sérlega margt sem bendir til þess að hann sé gáfaður, í þeim skilningi að hann hafi kynnt sér sögu, menningu, vísindi og trúarbrögð—og þaðan af síður vitur, í þeim skilningi að hann skilji aðrar manneskjur, geti sett sig í spor annarra og sé drifinn áfram af æðri gildum en eigin hagsmunum. Og sína góðu greind hefur Donald Trump notfært sér til þess að sækjast eftir og ná því markmiði sem hann hefur einsett sér—sem sagt að verða forseti Bandaríkjanna. Rétt eins og Tay, þá hirðir Trump ekki mikið um aðferðirnar sem hann þarf að beita—niðurstaða leiksins er það eina sem skiptir máli. Gervigreind í Bretlandi Nú stefnir hraðbyri í að Boris Johnson verði forsætisráðherra Bretlands. Johnson er áreiðanlega bráðgreindur og örugglega vel lesinn. Það virðist þó hafa einkennt feril hans hingað til—alveg frá því hann var ræðuséní á unglingsárum, blaðamaður og ritstjóri og svo vinsæll stjórnmálamaður—að láta flókinn sannleika skemma einfalda sögu. Um þetta hefur verið fjallað ítrekað í bresku blöðunum Financial Times og The Economist undanfarið og verður seint sagt að sú útgáfustarfsemi sé sérstaklega óvilhöll hægri mönnum. Johnson mun snemma hafa sett sér það markmið að verða forsætisráðherra og spilar nú á hvern þann streng sem skilar honum nær því marki. Í heimi þar sem gjörðir hafa ekki afleiðingar gæti það verið hressandi skemmtun að hafa menn á borð við Trump og Johnson við stjórnvölinn. Stöðu þessara manna mætti kalla ákveðna staðfestingu á því að fólki finnist stjórnmál engu skipta í raun. En ef fólk þyrfti að velja einhvern til þess að gera fúsklaust eitthvað raunverulega mikilvægt eins og að laga bíl sem á að bera fjölskylduna manns, framkvæma á manni hættulega skurðaðgerð—eða bara gera eitthvað tiltölulega einfalt, eins og að pakka samviskusamlega ofan í ferðatösku—þá er líklegt að fæstir myndu leggja traust sitt á týpur eins og áhrifagjörnu gervimanneskjuna Tay, eða menn eins og Trump og Johnson. Gervigreind mun eflaust taka yfir ýmis störf í framtíðinni en væri ekki betra að láta hana byrja á einhverju ögn einfaldara en að stjórna heiminum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar