Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 15:23 Vísa á Zainab Safari úr landi ásamt fjölskyldu en lögmaður fjölskyldunnar hefur nú í þriðja sinn sent endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála vegna þeirrar ákvörðunar. Vísir/Arnar Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira