Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 15:23 Vísa á Zainab Safari úr landi ásamt fjölskyldu en lögmaður fjölskyldunnar hefur nú í þriðja sinn sent endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála vegna þeirrar ákvörðunar. Vísir/Arnar Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira