Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira