„Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 22:10 Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur. vísir/bára Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira